Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:00 Liðsmynd Íslands í opinberu tímariti heimsemeistaramótsins í handbolta. vísir/tom Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51
Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00