Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 09:30 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í München. vísir/epa Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er líklegur til að byrja leikinn á móti Króatíu á morgun þegar að strákarnir okkar hefja leik á HM 2019. Þannig var aldeilis ekki staðan 20. desember þegar að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti 20 manna æfingahópinn því Bjarki var ekki valinn í hann. Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fram yfir Bjarka á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni. HM-draumurinn var þar úti fyrir Bjarka sem kom síðan inn bakdyramegin vegna meiðsla Guðjóns og veikinda Stefáns Rafns og mun þessi frábæri hornamaður leika listir sínar á stóra sviðinu í München næstu daga Ísland er lítið land. Mjög lítið, og allir þekkja alla. Smæð landsins sést vel í þeirri staðreynd að Bjarki Már og Hermann Guðmundsson, sonur Guðmundar, eru æskuvinir og voru mættir á grínsýningu Ara Eldjárns í Háskólabíó saman átta dögum eftir að Guðmundur gerði út um HM-draum Bjarka. Þeir láta slíkt að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á vináttuna.Klippa: Bjarki Már - Verður að taka það jákvæða úr þessu „Það er nú bara eins og það er. Við höfum alltaf talað opinskátt um þetta og gerum bara grín að þessu. Við tölum oft um að ef ég er ekki valinn þá er ég bara í fríi og þá getum við slakað á saman. Maður verður bara að taka það jákvæða úr þessu,“ segir Bjarki Már léttur um vinskapinn við son þjálfarans. Bjarki Már fagnar að sjálfsögðu tækifærinu að spila á HM en viðurkennir að þessi atvinnu- og landsliðsheimur er skrítinn; að vera allt í einu mættur á HM eftir að hafa fengið upphaflega þær fréttir að hann væri ekki að fara. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er líklegur til að byrja leikinn á móti Króatíu á morgun þegar að strákarnir okkar hefja leik á HM 2019. Þannig var aldeilis ekki staðan 20. desember þegar að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti 20 manna æfingahópinn því Bjarki var ekki valinn í hann. Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fram yfir Bjarka á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni. HM-draumurinn var þar úti fyrir Bjarka sem kom síðan inn bakdyramegin vegna meiðsla Guðjóns og veikinda Stefáns Rafns og mun þessi frábæri hornamaður leika listir sínar á stóra sviðinu í München næstu daga Ísland er lítið land. Mjög lítið, og allir þekkja alla. Smæð landsins sést vel í þeirri staðreynd að Bjarki Már og Hermann Guðmundsson, sonur Guðmundar, eru æskuvinir og voru mættir á grínsýningu Ara Eldjárns í Háskólabíó saman átta dögum eftir að Guðmundur gerði út um HM-draum Bjarka. Þeir láta slíkt að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á vináttuna.Klippa: Bjarki Már - Verður að taka það jákvæða úr þessu „Það er nú bara eins og það er. Við höfum alltaf talað opinskátt um þetta og gerum bara grín að þessu. Við tölum oft um að ef ég er ekki valinn þá er ég bara í fríi og þá getum við slakað á saman. Maður verður bara að taka það jákvæða úr þessu,“ segir Bjarki Már léttur um vinskapinn við son þjálfarans. Bjarki Már fagnar að sjálfsögðu tækifærinu að spila á HM en viðurkennir að þessi atvinnu- og landsliðsheimur er skrítinn; að vera allt í einu mættur á HM eftir að hafa fengið upphaflega þær fréttir að hann væri ekki að fara. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30