Telur laun og gengi íslensku krónunnar hafa mestu áhrifin Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Fréttablaðið/Ernir Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira