Eftirsóttasta sveitarfélagið? Kjartan Már Kjartansson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun