

Dauðaslys eru ekki náttúrulögmál
Já, en hvernig?
Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.
Samvinna margra
Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó.
Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.
Sýn um engin banaslys í samgöngum
Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við.
Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum.
Skoðun

Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða farald!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir!
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Utanríkis- og varnarmál
Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja
Friðrik Ingi Friðriksson skrifar

Bréf til síungra sósíalista um land allt
Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar

Hamas; orsök eða afleiðing?
Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla
Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar
Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar

Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar

A Strong International University
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau
Styrmir Hallsson skrifar

Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra
Gunnar Úlfarsson skrifar

Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar
Sólrún Kristjánsdóttir skrifar

Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?
Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fjármál og akademískt frelsi
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Silja Bára rektor Háskóla Íslands
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Við kjósum Silju Báru í dag!
Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar

Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar