Twitter breytti lífi hennar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar