Dómstólinn í Nevada-fylki í Bandaríkjunum kvað upp þennan dóm í dag en bardaginn setti svartan blett á íþróttina í október mánuði á síðasta mánuði.
Khabib kláraði Írann kjaftfora í fjórðu lotunni og þegar bardaganum var lokið sauð allt upp úr. Khabib hraunaði yfir McGregor sem lá á gólfinu áður en Khabib hoppaði út úr búrinu og hjólaði í aðstoðarmenn Conors.
Því var ekki lokið þar heldur komu aðrir félagar Khabib inn í hringinn og réðust að Conor sem var gjörsamlega búinn á því í gólfinu en þessar senur settu ljóta mynd á UFC.
Sjá einnig:Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt
Nú hefur dómstóllinn í Nevada loks dæmt í málinu. Khabib fær níu mánaða bann en Conor sex mánaða. Refsing Khabib gæti þó minnkað niður í sex mánuði taki hann að sér herferð í Nevada um að stoppa einelti.
Khabib þarf að greiða 500 þúsund dollara en Conor einn tíunda fa því eða 50 þúsund. Bæði bönnin taka gildi sama dag og bardaginn fór fram, 6. október, svo Conor á einungis rétt rúma þrjú mánuði eftir af sinni refsingu en Khabib á meira af sinni.
Conor McGregor has been suspended for six months and fined $50,000 for his part in the ugly scenes which marred UFC 229 in October.https://t.co/ZLm3H2CWkf pic.twitter.com/Pp6A5veZfS
— BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2019