Katar komið í úrslitaleik Asíukeppninnar í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 15:55 Almoez Ali fagnar áttunda marki sínu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira