Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2019 21:22 Ólafur Ísleifsson er óháður þingmaður. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk án niðurstöðu. Þetta kom fram í viðtali við Ólaf á Útvarpi Sögu fyrr í dag en Ólafur var sem kunnugt er einn þeirra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Í viðtalinu fór Ólafur yfir aðdraganda þess að þingmennirnir hittust á barnum, þann 20. nóvember síðastliðinn. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði frumkvæði að þessum fundi. Það stóð þannig á þennan dag að það var haldinn fundur forystu stjórnarandstöðuflokkanna, þeir eru fimm. Til þeirra hefur boðað formaður Samfylkingarinnar. Þarna var á dagskrá mál sem hefur verið mjög mikið í umræðunni, eða hafði verið og er nú dottið út úr henni núna. Það er fjölgun aðstoðarmanna,“ sagði Ólafur.Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson.VísirFréttist fyrir fundinn að einn formaður væri efins Í desember, nokkrum vikum eftir að þingmennirnir hittust á barnum, var lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að fjölga mætti pólitískt skipuðum starfsmönnum fyrir þingflokkanna, sem Alþingi greiðir laun. Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verða ráðnir til flokkanna á næstu þremur árum en þingflokksformenn allra flokka á þingi lögðu fram frumvarpið. Sagði Ólafur að frumvarpið hafði verið í undirbúningu í langan tíma og hafi verið ætlunin að á fundinum þann 20. nóvember að ganga frá málinu af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna. „Síðan gerist það að skömmu áður en átti að ganga endanlega frá þessu máli þá spyrst það út að formaður í þeim flokki sem ég var í en er ekki lengur að það væri runnar allavega að minnsta kosti tvær grímur á formanninn,“ sagði Ólafur og átti þar við Ingu Sæland en Ólafur, ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, var rekinn úr Flokki fólksins eftir að upptökurnar frá samræðum þingmannanna á barnum voru gerðar opinberar. Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Segir Ingu hafa brostið í grát Sagði Ólafur að þar sem málið hafi verið unnið í sameiningu hafi það ekki mælst fyrir ef einn af stjórnarandstöðuflokkunum hyggðist ekki styðja fjölgun aðstoðarmanna. „Það lá alveg fyrir að sá sem myndi þá fara út úr þessu samstarfi hann væri þá að afla sér fylgis á kostnað sinna samherja í stjórnarandstöðunni en kannski njóta ávinningsins af ákvörðuninni með því að fá þarna viðbótarhjálp fyrir þingflokkinn,“ sagði Ólafur og því hafi það farið svo að Inga hafi hreinlega verið spurð beint út hvort að rétt væri að hún styddi ekki málið. „Þetta hefur komið fram einhver staðar áður að viðkomandi brast í grát þarna á fundinum og það setur svona fund og fólk svolítið, að þegar það er bara verið að ræða svona mál, jafnvel þótt erfitt sé, auðvitað á bara að ræða þetta á málefnalegum grundvelli, röksemdir og annað, að þá sé því svarað með þessum hætti, einhverju svona tilfinninga. Fundinum eiginlega lauk án niðurstöðu,“ sagði Ólafur. „Menn náttúrulega eiga þessu almennt ekki að venjast,“ bætti Ólafur við um stemmninguna á fundinum eftir þetta. Í framhaldinu hafi nokkrir þingmenn ákveðið að hittast og spjalla. „Það er í framhaldinu af þessu, bara upp við kaffivélina. þar sem formanni Miðflokksins verður þetta að orði að kannski sé rétt að hittast og spjalla svona um kannski aðferðir í stjórnmálum og hvernig þetta liggur,“ sagði Ólafur. Óhætt er að segja að sá hittingur hafi reynst örlagaríkur enda varð hann til þess að Ólafi og Karli Gauta var sem fyrr segir sparkað úr Flokki fólksins. Þá tóku þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þeir hafa nú tekið aftur sæti á þingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk án niðurstöðu. Þetta kom fram í viðtali við Ólaf á Útvarpi Sögu fyrr í dag en Ólafur var sem kunnugt er einn þeirra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Í viðtalinu fór Ólafur yfir aðdraganda þess að þingmennirnir hittust á barnum, þann 20. nóvember síðastliðinn. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði frumkvæði að þessum fundi. Það stóð þannig á þennan dag að það var haldinn fundur forystu stjórnarandstöðuflokkanna, þeir eru fimm. Til þeirra hefur boðað formaður Samfylkingarinnar. Þarna var á dagskrá mál sem hefur verið mjög mikið í umræðunni, eða hafði verið og er nú dottið út úr henni núna. Það er fjölgun aðstoðarmanna,“ sagði Ólafur.Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson.VísirFréttist fyrir fundinn að einn formaður væri efins Í desember, nokkrum vikum eftir að þingmennirnir hittust á barnum, var lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að fjölga mætti pólitískt skipuðum starfsmönnum fyrir þingflokkanna, sem Alþingi greiðir laun. Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verða ráðnir til flokkanna á næstu þremur árum en þingflokksformenn allra flokka á þingi lögðu fram frumvarpið. Sagði Ólafur að frumvarpið hafði verið í undirbúningu í langan tíma og hafi verið ætlunin að á fundinum þann 20. nóvember að ganga frá málinu af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna. „Síðan gerist það að skömmu áður en átti að ganga endanlega frá þessu máli þá spyrst það út að formaður í þeim flokki sem ég var í en er ekki lengur að það væri runnar allavega að minnsta kosti tvær grímur á formanninn,“ sagði Ólafur og átti þar við Ingu Sæland en Ólafur, ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, var rekinn úr Flokki fólksins eftir að upptökurnar frá samræðum þingmannanna á barnum voru gerðar opinberar. Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Segir Ingu hafa brostið í grát Sagði Ólafur að þar sem málið hafi verið unnið í sameiningu hafi það ekki mælst fyrir ef einn af stjórnarandstöðuflokkunum hyggðist ekki styðja fjölgun aðstoðarmanna. „Það lá alveg fyrir að sá sem myndi þá fara út úr þessu samstarfi hann væri þá að afla sér fylgis á kostnað sinna samherja í stjórnarandstöðunni en kannski njóta ávinningsins af ákvörðuninni með því að fá þarna viðbótarhjálp fyrir þingflokkinn,“ sagði Ólafur og því hafi það farið svo að Inga hafi hreinlega verið spurð beint út hvort að rétt væri að hún styddi ekki málið. „Þetta hefur komið fram einhver staðar áður að viðkomandi brast í grát þarna á fundinum og það setur svona fund og fólk svolítið, að þegar það er bara verið að ræða svona mál, jafnvel þótt erfitt sé, auðvitað á bara að ræða þetta á málefnalegum grundvelli, röksemdir og annað, að þá sé því svarað með þessum hætti, einhverju svona tilfinninga. Fundinum eiginlega lauk án niðurstöðu,“ sagði Ólafur. „Menn náttúrulega eiga þessu almennt ekki að venjast,“ bætti Ólafur við um stemmninguna á fundinum eftir þetta. Í framhaldinu hafi nokkrir þingmenn ákveðið að hittast og spjalla. „Það er í framhaldinu af þessu, bara upp við kaffivélina. þar sem formanni Miðflokksins verður þetta að orði að kannski sé rétt að hittast og spjalla svona um kannski aðferðir í stjórnmálum og hvernig þetta liggur,“ sagði Ólafur. Óhætt er að segja að sá hittingur hafi reynst örlagaríkur enda varð hann til þess að Ólafi og Karli Gauta var sem fyrr segir sparkað úr Flokki fólksins. Þá tóku þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þeir hafa nú tekið aftur sæti á þingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56