Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2019 21:22 Ólafur Ísleifsson er óháður þingmaður. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk án niðurstöðu. Þetta kom fram í viðtali við Ólaf á Útvarpi Sögu fyrr í dag en Ólafur var sem kunnugt er einn þeirra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Í viðtalinu fór Ólafur yfir aðdraganda þess að þingmennirnir hittust á barnum, þann 20. nóvember síðastliðinn. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði frumkvæði að þessum fundi. Það stóð þannig á þennan dag að það var haldinn fundur forystu stjórnarandstöðuflokkanna, þeir eru fimm. Til þeirra hefur boðað formaður Samfylkingarinnar. Þarna var á dagskrá mál sem hefur verið mjög mikið í umræðunni, eða hafði verið og er nú dottið út úr henni núna. Það er fjölgun aðstoðarmanna,“ sagði Ólafur.Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson.VísirFréttist fyrir fundinn að einn formaður væri efins Í desember, nokkrum vikum eftir að þingmennirnir hittust á barnum, var lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að fjölga mætti pólitískt skipuðum starfsmönnum fyrir þingflokkanna, sem Alþingi greiðir laun. Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verða ráðnir til flokkanna á næstu þremur árum en þingflokksformenn allra flokka á þingi lögðu fram frumvarpið. Sagði Ólafur að frumvarpið hafði verið í undirbúningu í langan tíma og hafi verið ætlunin að á fundinum þann 20. nóvember að ganga frá málinu af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna. „Síðan gerist það að skömmu áður en átti að ganga endanlega frá þessu máli þá spyrst það út að formaður í þeim flokki sem ég var í en er ekki lengur að það væri runnar allavega að minnsta kosti tvær grímur á formanninn,“ sagði Ólafur og átti þar við Ingu Sæland en Ólafur, ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, var rekinn úr Flokki fólksins eftir að upptökurnar frá samræðum þingmannanna á barnum voru gerðar opinberar. Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Segir Ingu hafa brostið í grát Sagði Ólafur að þar sem málið hafi verið unnið í sameiningu hafi það ekki mælst fyrir ef einn af stjórnarandstöðuflokkunum hyggðist ekki styðja fjölgun aðstoðarmanna. „Það lá alveg fyrir að sá sem myndi þá fara út úr þessu samstarfi hann væri þá að afla sér fylgis á kostnað sinna samherja í stjórnarandstöðunni en kannski njóta ávinningsins af ákvörðuninni með því að fá þarna viðbótarhjálp fyrir þingflokkinn,“ sagði Ólafur og því hafi það farið svo að Inga hafi hreinlega verið spurð beint út hvort að rétt væri að hún styddi ekki málið. „Þetta hefur komið fram einhver staðar áður að viðkomandi brast í grát þarna á fundinum og það setur svona fund og fólk svolítið, að þegar það er bara verið að ræða svona mál, jafnvel þótt erfitt sé, auðvitað á bara að ræða þetta á málefnalegum grundvelli, röksemdir og annað, að þá sé því svarað með þessum hætti, einhverju svona tilfinninga. Fundinum eiginlega lauk án niðurstöðu,“ sagði Ólafur. „Menn náttúrulega eiga þessu almennt ekki að venjast,“ bætti Ólafur við um stemmninguna á fundinum eftir þetta. Í framhaldinu hafi nokkrir þingmenn ákveðið að hittast og spjalla. „Það er í framhaldinu af þessu, bara upp við kaffivélina. þar sem formanni Miðflokksins verður þetta að orði að kannski sé rétt að hittast og spjalla svona um kannski aðferðir í stjórnmálum og hvernig þetta liggur,“ sagði Ólafur. Óhætt er að segja að sá hittingur hafi reynst örlagaríkur enda varð hann til þess að Ólafi og Karli Gauta var sem fyrr segir sparkað úr Flokki fólksins. Þá tóku þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þeir hafa nú tekið aftur sæti á þingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk án niðurstöðu. Þetta kom fram í viðtali við Ólaf á Útvarpi Sögu fyrr í dag en Ólafur var sem kunnugt er einn þeirra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem ýmis niðrandi ummæli um samþingmenn þeirra og aðra nafntogaða einstaklinga voru látin falla. Í viðtalinu fór Ólafur yfir aðdraganda þess að þingmennirnir hittust á barnum, þann 20. nóvember síðastliðinn. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði frumkvæði að þessum fundi. Það stóð þannig á þennan dag að það var haldinn fundur forystu stjórnarandstöðuflokkanna, þeir eru fimm. Til þeirra hefur boðað formaður Samfylkingarinnar. Þarna var á dagskrá mál sem hefur verið mjög mikið í umræðunni, eða hafði verið og er nú dottið út úr henni núna. Það er fjölgun aðstoðarmanna,“ sagði Ólafur.Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson.VísirFréttist fyrir fundinn að einn formaður væri efins Í desember, nokkrum vikum eftir að þingmennirnir hittust á barnum, var lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að fjölga mætti pólitískt skipuðum starfsmönnum fyrir þingflokkanna, sem Alþingi greiðir laun. Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verða ráðnir til flokkanna á næstu þremur árum en þingflokksformenn allra flokka á þingi lögðu fram frumvarpið. Sagði Ólafur að frumvarpið hafði verið í undirbúningu í langan tíma og hafi verið ætlunin að á fundinum þann 20. nóvember að ganga frá málinu af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna. „Síðan gerist það að skömmu áður en átti að ganga endanlega frá þessu máli þá spyrst það út að formaður í þeim flokki sem ég var í en er ekki lengur að það væri runnar allavega að minnsta kosti tvær grímur á formanninn,“ sagði Ólafur og átti þar við Ingu Sæland en Ólafur, ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, var rekinn úr Flokki fólksins eftir að upptökurnar frá samræðum þingmannanna á barnum voru gerðar opinberar. Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Segir Ingu hafa brostið í grát Sagði Ólafur að þar sem málið hafi verið unnið í sameiningu hafi það ekki mælst fyrir ef einn af stjórnarandstöðuflokkunum hyggðist ekki styðja fjölgun aðstoðarmanna. „Það lá alveg fyrir að sá sem myndi þá fara út úr þessu samstarfi hann væri þá að afla sér fylgis á kostnað sinna samherja í stjórnarandstöðunni en kannski njóta ávinningsins af ákvörðuninni með því að fá þarna viðbótarhjálp fyrir þingflokkinn,“ sagði Ólafur og því hafi það farið svo að Inga hafi hreinlega verið spurð beint út hvort að rétt væri að hún styddi ekki málið. „Þetta hefur komið fram einhver staðar áður að viðkomandi brast í grát þarna á fundinum og það setur svona fund og fólk svolítið, að þegar það er bara verið að ræða svona mál, jafnvel þótt erfitt sé, auðvitað á bara að ræða þetta á málefnalegum grundvelli, röksemdir og annað, að þá sé því svarað með þessum hætti, einhverju svona tilfinninga. Fundinum eiginlega lauk án niðurstöðu,“ sagði Ólafur. „Menn náttúrulega eiga þessu almennt ekki að venjast,“ bætti Ólafur við um stemmninguna á fundinum eftir þetta. Í framhaldinu hafi nokkrir þingmenn ákveðið að hittast og spjalla. „Það er í framhaldinu af þessu, bara upp við kaffivélina. þar sem formanni Miðflokksins verður þetta að orði að kannski sé rétt að hittast og spjalla svona um kannski aðferðir í stjórnmálum og hvernig þetta liggur,“ sagði Ólafur. Óhætt er að segja að sá hittingur hafi reynst örlagaríkur enda varð hann til þess að Ólafi og Karli Gauta var sem fyrr segir sparkað úr Flokki fólksins. Þá tóku þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þeir hafa nú tekið aftur sæti á þingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. 28. janúar 2019 10:15
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56