Schultz „ekki með kjarkinn“ til að bjóða sig fram að mati Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2019 18:23 Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19