Handbolti

Aldrei fleiri horft á íþróttaviðburð í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Handboltastrákarnir eru dálæti dönsku þjóðarinnar.
Handboltastrákarnir eru dálæti dönsku þjóðarinnar. vísir/getty
Danska þjóðin sat spennt fyrir framan sjónvarpstækið í gær er handboltastrákarnir þeirra urðu heimsmeistarar. Aldrei hafa fleiri horft á íþróttaviðburð í landinu.

Samkvæmt tölum frá Gallup þá horfðu rúmlega 2,7 milljónir Dana að meðaltali á leikinn sem fór fram fyrir framan 15 þúsund áhorfendur í Herning. Er best lét voru yfir 3 milljónir Dana að fylgjast með leiknum.

Þessar tölur duga til þess að slá gamla metið frá 1992 er Danir urðu Evrópumeistarar í fótbolta. Þá horfðu um 2,6 milljónir Dana á leikinn.

Það búa rúmlega 5,7 milljónir í Danmörku og það var því næstum annar hvar íbúi landsins sem stillti inn á leikinn. Þetta met verður líklega ekki slegið í bráð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×