Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 10:53 Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11