Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 10:19 Schultz er 65 ára gamall og hefur fram að þessu verið demókrati. Hann segist nú skoða að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Vísir/EPA Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira