Sport

Nýja skautadrottning Bandaríkjanna er aðeins þrettán ára gömul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alysa Liu.
Alysa Liu. Getty/y Gregory Shamus
Alysa Liu er nýjasta undabarnið í bandarískum íþróttum en hún tryggði sér um helgina sigur á bandaríska meistaramótinu í skautum.

Alysa Liu hafði þar betur í keppni við ríkjandi meistara sem var Bradie Tennell en með því setti hún met.





Alysa Liu er nefnilega aðeins þrettán ára gömul, fæddd 8. ágúst 2005, og er sú yngsta sem vinnur bandaríska meistaramótið.

Hún náði meðal annars tvisvar sinnum þreföldum Axel sem aðeins örfáar konu hafa náð í gegnum tíðina.





Það hafa margar unnið þennan bandaríska meistaratilil ungar en Alysa slær þeim öllum við. Gamla metið átti Tara Lipinski sem var fjórtán ára gömul þegar hún vann árið 1997. Tara Lipinski varð síðan heimsmeistari í Lausanne árið 1997 og Ólympíumeistari í Nagano 1998.

Hér fyrir neðan óskar einmitt Tara Lipinski henni til hamingju með sigurinn og það fer ekkert á milli mála að Alysa var þarna að hitta eitt af átrúnaðargoðunum sínum.





Alysa Liu fær ekki tækifæri til að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum fyrr en árið 2022 en næsta heimsmeistaramót er í Saitama í Japan í mars næstkomandi.

Alysa Liu varð unglingameistari í fyrra en núna er hún orðinn meistara með fullorðinna og virðist tilbúin í það að vera næsta stórstjarna bandarískra skautadansara.  

Hér fyrir neðan sést hún gráta af gleði í sjónvarpsviðtali efitr að sigurinn var í höfn.











Alysa Liu er ekki há í loftinu en fær er hún á skautunum.Getty/Gregory Shamus



Fleiri fréttir

Sjá meira


×