Telja lyfsala ekki kaupa lyf eftir raunverulegri þörf hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Vísir/Getty Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15