Fyrir 10 árum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun