Handbolti

Danir heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir að hafa burstað Noreg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fagna.
Danirnir fagna. vísir/getty
Danmörk varð í dag fyrsta skipti heimsmeistari í handbolta er liðið burstaði Noreg, 31-22, á heimavelli en leikið var í Boxen-höllinni í Herning í dag.

Liðin mættust í riðlakeppninni og þar voru Danirnir sterkari. Norðmenn hugsuðu sér því gott til glóðarinnar og ætluðu að hefna sín en allt annað kom á daginn.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Staðan var jöfn 5-5 en þá hrökk danska vélin í gang. Þá komu fjögur dönsk mörk í röð og Mikkel Hansen var að stjórna leik Dana eins og herforingi.

Munurinn var mest sjö mark í fyrri hálfleik en þannig var munurinn er liðin gengu til búnigsherbergja, 18-11. Ljóst að Christian Berge, þjálfari Norðmanna, þurfti að taka svakalega ræðu til þess að snúa þessu við.

Allt annað kom á daginn. Sóknarleikur Dana gekk eins og smurð vél og í markinu var Niklas Landin funheitur. Danirnir léku við hvern sinn fingur og munurinn í síðari hálfeik varð mest ellefu mörk.

Að endingu varð munurinn níu mörk, 31-22, og stórkostleg frammistað Dana í mótinu skilaði fyrsta HM-gullinu. Þeir voru besta liðið á mótinu en þeir töpuðu ekki neinum einasta leik í mótinu.

Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana. Hann skoraði sjö mörk og gaf svipaðan fjölda af stoðsendingum. Magnaður. Morten Toft Olsen bætti við fimm mörkum.

Magnus Jondal var í sérflokki í liði Norðmanna. Hann skoraði níu mörk úr ellefu skotum en næstur kom Sander Sagosen með þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×