Á þriðja tug látnir eftir að sprengja sprakk í messu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 08:15 Mikil eyðilegging blasti við viðbragðsaðilum þegar þeir komu að kirkjunni. EPA/WESTMINCOM Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli. Filippseyjar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli.
Filippseyjar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira