Handbolti

Kristján nældi í fimmta sætið á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján glaður í kvöld ásamt aðstoðarmanni sínum.
Kristján glaður í kvöld ásamt aðstoðarmanni sínum. vísir/epa
Kristján Andrésson stýrði Svíum til sigurs í leiknum um fimmta sætið á HM í handbolta en Svíþjóð vann sex marka sigur á Króatíu í Herning í kvöld, 34-28.

Svíar töpuðu úrslitaleik í milliriðlinum gegn Dönum í lokaumferðinni og Króatar töpuðu mikilvægum stigum gegn Brasilíu svo liðin komust ekki í undanúrslitin.

Svíarnir voru sterkari í kvöld. Þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik sem endaði að lokum með sex marka sigri þeirra gulklæddu.

Niclas Ekberg átti erfit uppdráttar gegn Dönum en hann var öflugur í kvöld og skoraði sex mörk. Lukas Nilsson bætti við fjórum. Luka Stepancic var markahæstur Króata með fimm mörk en næstur kom Marin Sipic með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×