Handbolti

Spánverjar tryggðu sér Ólympíuumspil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikilvægur sigur Spánverja í kvöld.
Mikilvægur sigur Spánverja í kvöld. vísir/epa
Spánverjar enda í sjöunda sætinu á HM í handbolta 2019 eftir fimm marka sigur á Egyptum í kvöld, 36-31. Sigurinn veitir Spánverjum þáttökurétt í umspili um laust sæti á Ólympíuleikunum næsta sumar.

Afar mikið var skorað í fyrri hálfleik en Egyptarnir voru einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 18-17.

Spánverjarnir hertu hins vegar varnarleikinn í síðari hálfleik og refsuðu Egyuptunum grimmilega. Þeir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar og lokatölur 36-31.

Joan Canellas var frábær í liði Spánverja en hann skoraði níu mörk. Ferran Sole Sala bætti við sjö mörkum en markahæstur Egypta voru þeir Ahmed Elahmar og Mohamed Shebib með sex mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×