Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:30 Stone líkti eftir Nixon þegar hann yfirgaf dómshúsið í dag. Hann hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum klækjaref sem nærist á hatri pólitískra andstæðinga. AP/Lynne Sladky Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent