Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér koma til fundar með bankaráði Seðlabankans í nóvember vegna dóms Hæstaréttar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér. Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér.
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45