Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér koma til fundar með bankaráði Seðlabankans í nóvember vegna dóms Hæstaréttar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér. Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. Telur umboðsmaður að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti með svari sínu til Samherja en það var í fyrra sem Samherji óskaði eftir því að Seðlabankinn myndi afturkalla ákvörðunina um stjórnvaldssektina. „Vísaði hann í þeim efnum einkum til þess að niðurstaða bankans um álagningu stjórnvaldssektar hefði ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem fullnægjandi refsiheimilda. Bankinn byggði aftur á móti á því að þessi sjónarmið, um að bankinn hefði ekki byggt ákvörðun sína á fullnægjandi lagagrundvelli, hefðu legið fyrir þegar upphafleg ákvörðun var tekin um stjórnvaldssekt árið 2016. Afstaða bankans til þeirra hefði því verið ljós á þeim tíma,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður telur að með svari sínu hafi Seðlabankinn ekki tekið afstöðu til þeirra röksemda sem vísað hefði verið til beiðni Samherja til stuðnings. „Seðlabankanum hefði að minnsta kosti borið að leggja efnislegt mat á þær ástæður sem hann hefði byggt beiðni sína á, og þá einkum tilvísun hans til afstöðu ríkissaksóknara sem varðaði bráðabirgðaákvæði við lög um gjaldeyrismál og reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál og þá hvort þær upplýsingar hefðu getað haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiddi að umboðsmaður taldi svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög,“ segir á vef umboðsmanns en hann leggur til að Seðlabankinn taki erindi Samherja að nýju til meðferðar. Það var í nóvember síðastliðnum sem Hæstiréttur felldi stjórnvaldssekt Seðlabankans á hendur Samherja úr gildi en með dómnum var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í kjölfar dóms Hæstaréttar óskaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir greinargerð frá Seðlabankanum vegna málsins. Átti bankinn að skila greinargerðinni í desember en henni hefur ekki enn verið skilað.Álit umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér.
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45