Draga 156 af 237 uppsögnum til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:24 Sigþór Kristinn Skúlason framkvæmdastjóri Airport Associates. Vísir/Sighvatur Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent