Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, í þingsal í gær. vísir/vilhelm Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13