Handbolti

Gísli Þorgeir á leið í aðgerð á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli Þorgeir á HM í Þýskalandi.
Gísli Þorgeir á HM í Þýskalandi. vísir/getty
Þýska stórliðið Kiel tilkynnti í dag að landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson færi í aðgerð á Íslandi á morgun.

Íslenska landsliðið er á heimleið frá HM í dag og menn ætla ekkert að bíða boðanna. Gísla verður skutlað undir hnífinn á morgun.





Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir á HM og hann vart getað skotið á markið. Samkvæmt frétt Kiel þá meiddist leikmaðurinn enn frekar í lokaleiknum gegn Brasilíu. Aðgerð verði því ekki umflúin enda hefur Gísli ekki verið góður í öxlinni lengi.

„Það er leiðinlegt að Gísli hafi meiðst því Gísli hefur sýnt hvað í sér býr á HM. Það er samt mikilvægt fyrir alla að vita hversu illa öxlin er farin og grípa í kjölfarið til réttra aðgerða,“ segir Viktor Szilagyi, íþróttastjóri Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×