Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:47 Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15