Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:57 Knox ásamt móður sinni þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna árið 2015. AP/Ted S. Warren Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32