Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 12:01 Sara ræðir við Gunnar Braga í þingsal í morgun. Vísir/Vilhelm Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56