Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti aftur til vinnu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira