Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 10:05 Elísabet Englandsdrottning ræðir hér við Filipp prins. Vísir/Getty Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21