Mótmæli gegn meintum valdaræningja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Tugþúsundir mótmæltu ríkisstjórn Maduro í Venesúela. NordicPhotos/AFP Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18