Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:35 Trump hefur ítrekað hvatt til þess að tengdafaðir Michael Cohen verði rannsakaður. Cohen er lykilvitni í málum sem varða forsetann. Vísir/EPA Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07