Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2019 16:28 Guðmundur Guðmundsson. Vísir Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11
Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni