Handbolti

Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. Vísir
Ísland tapaði fyrir Brasilíu með þriggja marka mun í lokaleik sínum á HM í handbolta. Svekkjandi endir á mótinu þar sem ungt íslenskt lið hefur staðið sig að mörgu leyti vel.

„Við byrjuðum rosalega illa. Vörnin var að leka inn mörkum. Þeir skoruðu mörk sem við eigum ekki að fá á okkur og við náðum ekki að skora sjálfir,“ sagði Arnar Frey um slæma byrjun Íslands í leiknum. Brasilía komst í 5-0 forystu í dag.

Arnar Freyr játar því að þessi byrjun sé með því lélegasta sem íslenska landsliðið hafi sýnt í þó nokkurn tíma.

„Já, það gekk ekkert upp hjá okkur. Við gerðum mjög klaufaleg mistök og töpum boltanum of oft. Þeir fengu of mörg ódýr mörk auk þess sem við lákum inn mörkum í vörninni. Þetta var bara ekki góður dagur,“ sagði Arnar Freyr sem var svekktur að ljúka mótinu á þennan máta.

„Markmiðið var að vinna leikinn og ljúka mótinu með sigri. Við vorum allir með í því. En þetta gekk ekki í dag og við þurfum að skoða af hverju við byrjuðum svona illa í leiknum, eins og við gerðum gegn Frökkum. Þetta er bara of dýrt í svona stórum leik.“

Klippa: Viðtal við Arnar Frey Arnarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×