Forherðing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun