Innlent

Enn á ný gat hjá Arnarlaxi

Daníel Freyr Birgisson skrifar
Ekki er vitað hvort lax hafi sloppið úr kvínni.
Ekki er vitað hvort lax hafi sloppið úr kvínni. Fréttablaðið/Aron
Mat­væla­stofnun barst í gær til­kynning frá Arnar­laxi um gat á nótar­poka einnar sjó­kvíar fyrirtækisins við Hrings­dal í Arnar­firði.

Gatið upp­götvaðist við skoðun kafara í gærmorgun og er við­gerð lokið. Sam­kvæmt upp­lýsingum Arnar­lax var gatið um 15x50 senti­metrar og á 20 metra dýpi. Um 157.000 laxar voru í kvínni, að meðal­þyngd 1,3 kíló.

At­vikið er til með­ferðar hjá Mat­væla­stofnun og munu eftir­lits­menn stofnunarinnar skoða að­stæður hjá fyrir­tækinu og fara yfir við­brögð þess. Arnar­lax hefur lagt út net í sam­ráði við Fiski­stofu til að kanna hvort lax hafi sloppið úr kvínni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gat finnst á sjókví fyrirtækisins. Slíkt hið sama gerðist síðasta sumar og í febrúar í fyrra þegar fyrirtækið tilkynnti tvo aðskilin óhöpp. Í fyrra atvikinu slapp fiskur úr eldi fyrirtækisins í Tálknafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×