Að loknu stjórnarkjöri í Högum Jón Skaftason og framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 skrifa 23. janúar 2019 07:30 Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar