Að loknu stjórnarkjöri í Högum Jón Skaftason og framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 skrifa 23. janúar 2019 07:30 Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun