Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:12 Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira