Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:12 Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira