Segja ráðuneytið reyna að fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:25 Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hefur borist bréf frá BHM. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00
WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40