Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 15:28 Drög að íbúðabyggð í Vogabyggð samkvæmt deiliskipulagi. 60 af þeim 112 leiguíbúðum Bjargs íbúðafélags verða á lóð lengst til vinstri á myndinni. ibs Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. Þetta er meðal tillagna hópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum. Þar er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu almenna íbúðakerfisins og einnig aðra uppbyggingu til að auka aðgengi tekjulágra að íbúðum á viðráðanlegu verði. Átakshópurinn bendir á að reynslan frá Norðurlöndum og staðan á íslenskum leigumarkaði sýni nauðsyn þess að til staðar séu sterk leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa hagsmuni leigutaka að leiðarljósi. Er Bjarg íbúðafélag nefnt sem dæmi um slíka uppbyggingu en félagið leigir eingöngu ákveðnum hópum, félagsmönnum ASÍ og BSRB, íbúðir og þá fólki sem er undir vissum tekju- og eignamörkum. Bendir átakshópurinn á að núna séu yfir 35 þúsund heimili á leigumarkaði sem er langt umfram samanlagðan markhóp Bjargs og áætlaða stærð annarra félagshópa.Heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 60 prósent á tíu árum Leggur átakshópurinn því til að leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. Þá vill átakshópurinn að gert verði ráð fyrir að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög taki þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á marvíslegan hátt. Þau geti meðal annars komið að uppbyggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Áætlað er að rúmlega 35 þúsund heimili séu á leigumarkaði í dag. Um 17 prósent fullorðinna einstaklinga átján ára og eldri eru á leigumarkaði en rúmlega 70 prósent eiga húsnæði sem þau búa í. Heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 60 prósent á milli áranna 2006 og 2016 á meðan heildarfjöldi heimila í landinu jókst einungis um 14 prósent á sama tímabili. Meirihluti leigjenda er ungt fólk og heimilistekjur leigjenda á bilinu 250 til 800 þúsund krónur á mánuði. Tæp 60 prósent leigusala eru einstaklingar, um 16 prósent eru einkarekin leigufélög og um 25 prósent sveitarfélög, önnur félög og félagasamtök. Nefnir átakshópurinn að leiguverð hafi hækkað mikið á undanförnum árum sem komi verst við þá tekjulægstu. Húsaleigulögum var breytt á árinu 2016 til að auka vernd leigjenda en bent er á að samningsstaða leigutaka geti verið veik vegna íbúðaskorts og mörg dæmi um að leigjendur samþykki aðgerðir af hálfu leigusala sem ganga gegn réttindum þeirra af ótta við að missa húsnæðið.Ýmsar breytingar á ákvæðum lagðar til Leggur átakshópurinn til að eftirfarandi ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda:Ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildar til breytinga á henni á leigutíma, óháð því hvort um ótímabundinn samning eða endurnýjun á tímabundnum samningi sé að ræða.Lengd og uppsögn leigusamninga, þar með talið skilgreining á langtímaleiguMöguleg úrræði og viðurlög við brotum gegn ákvæðum húsaleigulagaGæta þurfi að því að breytingar á húsaleigulögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaðiHafið verði fræðsluátak um réttindi og skyldur leigjenda og leigusalaÁhersla verði lögð á skráningu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og útfærðar leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leiguverð og lengd leigusamninga aðgengilegar, til dæmis með því að binda skattaafslátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunnSveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinnStuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. Þetta er meðal tillagna hópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum. Þar er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu almenna íbúðakerfisins og einnig aðra uppbyggingu til að auka aðgengi tekjulágra að íbúðum á viðráðanlegu verði. Átakshópurinn bendir á að reynslan frá Norðurlöndum og staðan á íslenskum leigumarkaði sýni nauðsyn þess að til staðar séu sterk leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa hagsmuni leigutaka að leiðarljósi. Er Bjarg íbúðafélag nefnt sem dæmi um slíka uppbyggingu en félagið leigir eingöngu ákveðnum hópum, félagsmönnum ASÍ og BSRB, íbúðir og þá fólki sem er undir vissum tekju- og eignamörkum. Bendir átakshópurinn á að núna séu yfir 35 þúsund heimili á leigumarkaði sem er langt umfram samanlagðan markhóp Bjargs og áætlaða stærð annarra félagshópa.Heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 60 prósent á tíu árum Leggur átakshópurinn því til að leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. Þá vill átakshópurinn að gert verði ráð fyrir að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög taki þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á marvíslegan hátt. Þau geti meðal annars komið að uppbyggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Áætlað er að rúmlega 35 þúsund heimili séu á leigumarkaði í dag. Um 17 prósent fullorðinna einstaklinga átján ára og eldri eru á leigumarkaði en rúmlega 70 prósent eiga húsnæði sem þau búa í. Heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 60 prósent á milli áranna 2006 og 2016 á meðan heildarfjöldi heimila í landinu jókst einungis um 14 prósent á sama tímabili. Meirihluti leigjenda er ungt fólk og heimilistekjur leigjenda á bilinu 250 til 800 þúsund krónur á mánuði. Tæp 60 prósent leigusala eru einstaklingar, um 16 prósent eru einkarekin leigufélög og um 25 prósent sveitarfélög, önnur félög og félagasamtök. Nefnir átakshópurinn að leiguverð hafi hækkað mikið á undanförnum árum sem komi verst við þá tekjulægstu. Húsaleigulögum var breytt á árinu 2016 til að auka vernd leigjenda en bent er á að samningsstaða leigutaka geti verið veik vegna íbúðaskorts og mörg dæmi um að leigjendur samþykki aðgerðir af hálfu leigusala sem ganga gegn réttindum þeirra af ótta við að missa húsnæðið.Ýmsar breytingar á ákvæðum lagðar til Leggur átakshópurinn til að eftirfarandi ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda:Ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildar til breytinga á henni á leigutíma, óháð því hvort um ótímabundinn samning eða endurnýjun á tímabundnum samningi sé að ræða.Lengd og uppsögn leigusamninga, þar með talið skilgreining á langtímaleiguMöguleg úrræði og viðurlög við brotum gegn ákvæðum húsaleigulagaGæta þurfi að því að breytingar á húsaleigulögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaðiHafið verði fræðsluátak um réttindi og skyldur leigjenda og leigusalaÁhersla verði lögð á skráningu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og útfærðar leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leiguverð og lengd leigusamninga aðgengilegar, til dæmis með því að binda skattaafslátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunnSveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinnStuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03