Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. Getty/TF-Images Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira