Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2019 10:28 Nanna Hermannsdóttir (til vinstri) var í forystu í #freethenipple brjóstabyltingunni árið 2015 ásamt Sunnu Ben. FBL/Ernir Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. Þetta segir Nanna í pistli undir yfirskriftinni „Nektarmálverk og brjóstabylting“. Tilefnið eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal af berbrjósta konum sem fjarlægð voru af skrifstofu yfirmanns í Seðlabankanum annars vegar og af gangi hins vegar. Málið þykir umdeilt og skiptust fulltrúi jafnréttisstofu og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur meðal annars á skoðunum hvað þetta mál varðaði í Kastljósi í gærkvöldi. Þá hafa leiðari og bakþankar í Fréttablaðinu undanfarna daga snúist um málið. Nanna tók einnig þátt í Demoncrazy sýningunni þar sem berbrjósta stelpur sátu fyrir í rýmum þar sem uppi á veggjum voru myndir af jakkafataklæddum mönnum í valdastöðum. Meðal annars á Alþingi og í fundarherbergi hjá KR, knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Sýningin vakti mikla athygli og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal þeirra sem gagnrýndu myndatökurnar í Alþingishúsinu. DEMONCRAZY from Borghildur Indriðadóttir on Vimeo.Klæjaði í puttana „Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum,“ segir Nanna í pistli sínum. Nanna er ekki aðeins öllum hnútum kunnug þegar kemur að #freethenipple og Demoncrazy heldur er móðir hennar, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri. Listamaðurinn Goddur er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun Seðlabankans að færa til málverk Gunnlaugs. „Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu,“ segir Nanna sem settist við skriftir.Verk eftir Gunnlaug Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu.Segir sorglegt að tengja við #FreeTheNipple „Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn. #FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt.“ Þá gangi Demoncrazy jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. „Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum.“ Sitt sýnist hverjum sem fyrr segir og veltir Nanna fyrir sér hvort sé mikilvægara. Réttur fólks til að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína. „Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona,“ segir Nanna. „List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Nekt í banka Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. 21. janúar 2019 07:00 Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Klám Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. 21. janúar 2019 07:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. Þetta segir Nanna í pistli undir yfirskriftinni „Nektarmálverk og brjóstabylting“. Tilefnið eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal af berbrjósta konum sem fjarlægð voru af skrifstofu yfirmanns í Seðlabankanum annars vegar og af gangi hins vegar. Málið þykir umdeilt og skiptust fulltrúi jafnréttisstofu og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur meðal annars á skoðunum hvað þetta mál varðaði í Kastljósi í gærkvöldi. Þá hafa leiðari og bakþankar í Fréttablaðinu undanfarna daga snúist um málið. Nanna tók einnig þátt í Demoncrazy sýningunni þar sem berbrjósta stelpur sátu fyrir í rýmum þar sem uppi á veggjum voru myndir af jakkafataklæddum mönnum í valdastöðum. Meðal annars á Alþingi og í fundarherbergi hjá KR, knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Sýningin vakti mikla athygli og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal þeirra sem gagnrýndu myndatökurnar í Alþingishúsinu. DEMONCRAZY from Borghildur Indriðadóttir on Vimeo.Klæjaði í puttana „Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum,“ segir Nanna í pistli sínum. Nanna er ekki aðeins öllum hnútum kunnug þegar kemur að #freethenipple og Demoncrazy heldur er móðir hennar, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri. Listamaðurinn Goddur er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun Seðlabankans að færa til málverk Gunnlaugs. „Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu,“ segir Nanna sem settist við skriftir.Verk eftir Gunnlaug Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu.Segir sorglegt að tengja við #FreeTheNipple „Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn. #FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt.“ Þá gangi Demoncrazy jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. „Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum.“ Sitt sýnist hverjum sem fyrr segir og veltir Nanna fyrir sér hvort sé mikilvægara. Réttur fólks til að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína. „Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona,“ segir Nanna. „List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Nekt í banka Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. 21. janúar 2019 07:00 Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Klám Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. 21. janúar 2019 07:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Nekt í banka Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. 21. janúar 2019 07:00
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Klám Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. 21. janúar 2019 07:00
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent