Kallar dómarana áhugamenn og segir Króata hafa verið rænda um hábjartan dag Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 13:00 Lino Cervar var verulega ósáttur. vísir/getty Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni