Stelpurnar léttu álögunum af íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 09:30 Stelpurnar fagna hér marki Elínar Mettu Jensen á La Manga í gær. Mynd/HeimasíðaKSÍ Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Stelpurnar náðu því í fyrstu tilraun sem strákarnir hafa beðið eftir í meira en þrjúhundruð daga. Íslenska kvennalandsliðið náði sögulegum sigri á La Manga í gær því þetta var fyrsti sigur A-landsliða Íslands í nýja landsliðsbúningnum sem aðeins karlalandsliðið fékk að spila í á árinu 2018. HM-búningur íslenska landsliðsins var frumsýndur um miðjan mars í fyrra og fyrsti leikur karlalandsliðsins í búningnum var á móti Mexíkó í vináttulandsleik í Santa Clara í Bandaríkjunum 23. mars 2018. Síðan eru liðnir 305 dagar og karlalandsliðið hefur spilað fimmtán leiki í búningnum án þess að ná að vinna leik. Liðið hefur vissulega gert jafntefli á móti Argentínu (1-1 á HM) og á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka (2-2 í vináttulandsleik) en níu af fimmtán leikjum hafa tapast og liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Íslensku stelpurnar frumsýndu ekki bara nýja þjálfarann í gær heldur var þetta líka fyrsti leikur liðsins í nýju búningunum. Það var ekki að spyrja því að þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik í búningnum 304 dögum á eftir körlunum þá voru stelpurnar okkar á undan að vinna fyrsta leikinn. Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk, fyrst eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur og svo eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur.Leikir íslensku landsliðanna í HM-búningi Errea Sport:15. mars 2018: Nýr landsliðsbúningur kynntur 23. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Mexíkó 27. mars 2018: Karlandsliðið tapaði 3-1 á móti Perú 2. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 3-2 á móti Noregi7. júní 2018: Karlandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Gana16. júní 2018: Karlandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu (HM) 22. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Nígeríu (HM) 26. júní 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Króatíu (HM) 8. september 2018: Karlandsliðið tapaði 6-0 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 11. september 2018: Karlandsliðið tapaði 3-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)11. október 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Frakkland 15. október 2018: Karlandsliðið tapaði 2-1 á móti Sviss (Þjóðadeildin) 15. nóvember 2018: Karlandsliðið tapaði 2-0 á móti Belgíu (Þjóðadeildin)19. nóvember 2018: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Katar11. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð15. janúar 2019: Karlalandsliðið gerði 0-0 jafntefli við Eistland21. janúar 2019: Kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira