Að barma sér Haukur Örn Birgisson skrifar 22. janúar 2019 11:00 Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar