Handbolti

Aron um fyrsta mark Hauks: Maður fékk gæsahúð

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Það var hrikalega erfitt að sitja upp í stúku. Það er meira stressandi að horfa á leikina en að spila þá,“ sagði Aron Pálmarsson í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Aron sat upp í stúku vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Þjóðverjum í gær og hann segir að þetta hafi verið erfitt.

„Miðað við hvernig við byrjuðum þá var þetta erfitt,“ en Ísland átti góðan kafla í báðum hálfleikum. Aron segir að það hafi hleypt leiknum aðeins upp en því miður hafi kaflinn ekki verið nægilega langur.

„Því miður var kaflinn og stuttur en það er kannski ekki við öðru að búast. Liðið sem við erum að spila á móti er gríðarlega ungt og þetta fer í bullandi reynslubanka.“

„Að sjá Hauk koma þarna inn gladdi mann. Hann er bara sautján ára dreifandi boltanum og að gera það sem hann er að gera er frábært,“ en myndavélarnar fóru á fyrirliðann eftir mark Hauks.

„Maður fékk gæsahúð og tilfinningar. Það var æðislegt að sjá þetta. Það var tilkynnt að þessi gaur væri bara sautján ára. Það fögnuðu allir tuttugu þúsund manns.“

„Það er yndisleg að sjá þetta og frábært upp á framtíðina,“ en Aron segir að það verði meira horft í frammistöðu ungra leikmanna heldur en úrslit kvöldsins.

„Já, klárlega. Ef við ætlum að horfa í eitthvað jákvætt þá horfum við í það. Við áttum lítin séns og kláruðu þetta sannfærandi með sínum styrk.“

„Nú fáum við tvo góða daga í frí og nú þurfum við að mæta vel stefndir á góðum Brössum á miðvikudag,“ sagði fyrirliðinn.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar

Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×