Nekt í banka Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun