Brasilía hafði betur gegn Króatíu │Patrekur tók nítjánda sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 18:45 Brasilíumenn unnu sannfærandi sigur á Króatíu vísir/getty Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira