Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin.
„Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar.
Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ?
„Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“.

„Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.
Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum